16.feb
Hér er allt við sama heygarðshornið, alla á fullu alla daga. Biggi kom heim af sjónum 27.jan. Hann var svo óheppinn að vera búin að krækja í eh pest og var búinn að vera lasinn um borð og lá fyrstu svo dagana heima og jafnaði sig, algjör ógeðs pest sem hann fékk.
Heimasætan á bænum varð 15.ára þann 31.jan sl. Það var nú svo mikið að gera hjá fjölskyldunni þá að ekki vannst tími til að halda uppá afmælið fyrir hana þá, bættum úr því 11.feb sl en þá bauð hún nokkrum vinkonum sínum heim í mat og áttu þær skemmtilega kvöldstund. Við hin forðuðum okkur út úr húsi að matnum loknum og komum seinna heim.
1.feb sl var nýja reiðhöll okkar Sprettara vígð með pompi og prakt, krakkarnir tóku fullan þátt í vígsluhátíðinni og voru með í þrem atriðum þann dag. Ofur stoltir foreldara á hliðarlínunni þegar börnin okkar riðu fremst í flokki sem fánaberar fyrir félagið okkar með Íslenskafána í hönd, þau stóðu sig með miklum sóma, brostu sínu breiðasta og fóru vel á hrossunum. Þau tóku einnig þátt í atriði sem var æft sl vetur fyrir Æskan og hesturinn sýninguna og svo voru nokkrir unglingar saman í atriði líka. Þau voru á Ljósku og Gust með fána og í unglingaatriðinu, svo var Særós á Glófaxa frá Kópavogi og Hafþór á Rosta frá Hæl í Æskan og hesturinn atriðinu, Sjón hennar mömmu kom svo líka heldur betur við sögu þarna, hún var fengin að láni í öll atriðin og stóð sig með stakri prýði eins og henni einni er lagið. Biggi var á pöllunum með myndavélina á lofti meðan ég hljóp um og hjálpaði þeim að skipta um hesta og fatnað milli atriða, öll vorum við skælbrosandi eftir skemmtilegan dag.
Það er ekkert smá gaman að hafa aðgang að þessari geggjuðu reiðhöll núna, góð tilbreyting frá svellinu sem hefur heldur betur legið yfir reiðvegunum sl vikurnar.
Hér er allt við sama heygarðshornið, alla á fullu alla daga. Biggi kom heim af sjónum 27.jan. Hann var svo óheppinn að vera búin að krækja í eh pest og var búinn að vera lasinn um borð og lá fyrstu svo dagana heima og jafnaði sig, algjör ógeðs pest sem hann fékk.
Heimasætan á bænum varð 15.ára þann 31.jan sl. Það var nú svo mikið að gera hjá fjölskyldunni þá að ekki vannst tími til að halda uppá afmælið fyrir hana þá, bættum úr því 11.feb sl en þá bauð hún nokkrum vinkonum sínum heim í mat og áttu þær skemmtilega kvöldstund. Við hin forðuðum okkur út úr húsi að matnum loknum og komum seinna heim.
1.feb sl var nýja reiðhöll okkar Sprettara vígð með pompi og prakt, krakkarnir tóku fullan þátt í vígsluhátíðinni og voru með í þrem atriðum þann dag. Ofur stoltir foreldara á hliðarlínunni þegar börnin okkar riðu fremst í flokki sem fánaberar fyrir félagið okkar með Íslenskafána í hönd, þau stóðu sig með miklum sóma, brostu sínu breiðasta og fóru vel á hrossunum. Þau tóku einnig þátt í atriði sem var æft sl vetur fyrir Æskan og hesturinn sýninguna og svo voru nokkrir unglingar saman í atriði líka. Þau voru á Ljósku og Gust með fána og í unglingaatriðinu, svo var Særós á Glófaxa frá Kópavogi og Hafþór á Rosta frá Hæl í Æskan og hesturinn atriðinu, Sjón hennar mömmu kom svo líka heldur betur við sögu þarna, hún var fengin að láni í öll atriðin og stóð sig með stakri prýði eins og henni einni er lagið. Biggi var á pöllunum með myndavélina á lofti meðan ég hljóp um og hjálpaði þeim að skipta um hesta og fatnað milli atriða, öll vorum við skælbrosandi eftir skemmtilegan dag.
Það er ekkert smá gaman að hafa aðgang að þessari geggjuðu reiðhöll núna, góð tilbreyting frá svellinu sem hefur heldur betur legið yfir reiðvegunum sl vikurnar.
Aðra helgina í febrúar var nú ekki minna að gera á bænum, Særós Ásta keppti á sundmóti, Hafþór Hreiðar á fimleikamóti, fyrstu vetrarleikar Spretts voru haldnir, ég var á næturvöktum og reyndi ég að sofa eins mikið og ég gat. Biggi stóð vaktina og keyrði okkur þrjú fram og til baka, á sundmót af sundmóti, á fimleikamót af fimleikamóti, í vinnu úr vinnu í hesthúsið frá hesthúsinu...... sækja sent.is heldur betur hjá honum þessa helgi. En krakkarnir stóðu sig heldur betur vel þessa helgina, Særós með góðar bætingar ýmsum sundgreinum, fékk riðlaverðlaun. Hafþór vann 6 gull og eitt silfur á fimleikamótinu, keppti á 6 áhöldum, varð stigahæðstur í sínu þrepi. Frábært hjá þeim báðum.
Nú svo voru það vetrarleikarnir, þau keppa núna bæði í unglingaflokk, góð þáttaka var var og margir góðir hestar, þar varð Særós í 5.sæti á Gusti frá Neðri-Svertingsstöðum og Hafþór varð 4. á Hrafni fá sama bæ. Miðfirðingarir heldur betur að gera það gott hjá þeim ;-)
Nú svo voru það vetrarleikarnir, þau keppa núna bæði í unglingaflokk, góð þáttaka var var og margir góðir hestar, þar varð Særós í 5.sæti á Gusti frá Neðri-Svertingsstöðum og Hafþór varð 4. á Hrafni fá sama bæ. Miðfirðingarir heldur betur að gera það gott hjá þeim ;-)
Núna sæki ég tíma til Rúnu Einarsd. einu sinni í viku, er með hann Gaur hans Bigga þar, folinn þróast vel og er bara gaman að vinna með hann þó ég vilji nú meina að stundum sé bara tré í höfðinu á honum blessuðum... folinn hefur skemmtilegar hreyfingar og er á góðri leið. Svo er Biggi farinn að þjálfa hana Líf en hún er jú systir hennar Grádaggar hans sem hefur verið hans aðal og uppáhaldsreiðhross sl ár, Grádögg er jú mamma Gaurs. Nú er Grádögg fylfull við Fræg frá Flekkudal og sennilega fer hún aftur undir hest í sumar. En já Líf kom óvænt til okkar haustið 2012, þá var hún ansi kvekkt og stressuð/kvíðin en það er allt að renna af henni og semur þeim Bigga bara vel, hann finnur ansi margt sameiginlegt í þeim systurm og vonandi getur sú ljósa amk eh fyllt í skarð systur sinnar í bili. Við vorum nú ekki of viss með hvernig færi með hana Líf þegar við fengum hana, lýsingarnar voru ekki góðar og greyið hryssan hefur heldur betur breyst síðan hún kom, þá var ekki hægt að ná henni með góðu móti inn í stíu eða koma við hana öðruvísi en hún hrykki illa við og færi í vörn, núna er hún farin að rukka um nammi og finnst bara orðið notalegt að láta dextra við sig, stóð til að mynda eins og stytta þegar ég rakaði hana núna í janúar.
Folöldin dafna vel, nú eru þrjú folöld á húsi hjá Aðalheiði vinkonu okkar, þau voru fyst hjá okkur en er nú flutt, standa í heyi og hafa það gott, stækka og fitna vel, leika sér mikið þegar þau eru úti og eru orðin brjáluð í fóðurbætinn sem þau fá einu sinni á dag, ótrúlega gaman að fylgjast með þeim, verst hvað maður er alltaf stressaður um að þau slasi sig á svellinu.
Folöldin dafna vel, nú eru þrjú folöld á húsi hjá Aðalheiði vinkonu okkar, þau voru fyst hjá okkur en er nú flutt, standa í heyi og hafa það gott, stækka og fitna vel, leika sér mikið þegar þau eru úti og eru orðin brjáluð í fóðurbætinn sem þau fá einu sinni á dag, ótrúlega gaman að fylgjast með þeim, verst hvað maður er alltaf stressaður um að þau slasi sig á svellinu.
26.jan
Voðalega flýgur tíminn..... Janúar senn á enda og áður en við vitum af verður komið vor. Enda erum við byrjuð að huga að sleppiferðinni, já svo verður víst Landsmót í sumar og auðvitað erum við búin að festa kaup á miðum. Svo erum við nú ekki vön að slá slöku við á sumrin og eigum pottþétt eftir að finna okkur eh skemmtilegt að gera í "dauða" tímanum sem maður veður í á sumrin ;-)
Síðustu dagar hafa verið eins og venja er hjá okkur, Biggi reyndar fór á sjóinn þann 13.jan. Við höfum sumsé bara verið þrjú á heimilinu sl daga en höfum haft það gott.
Krakkarnir eru rosalega dugleg við að koma í hesthúsið og ríða út og hjálpa til við það sem þarf þar. Særós er með hest sem heitir Gustur og er frá Neðri Svertingsstöðum í Miðfirði, Hafþór fer mest á hana Ljósku okkar hún er frá Syðsta-Ósi í Miðfirði, gaman líka að þessi hross eru skyld en Gustur er undan Blossa frá Syðsta-Ósi sem var sammæðra henni Ljósku okkar. Særós keppti aðeins á Gusti sl vor og Hafþór á Ljósku og gekk þeim báðum vel á þessum hrossum. Ljósku var haldið undir Arð frá Brautarholti og var með staðfest fyl sem því miður hefur svo týnst....
Skykkja Birtu/Glymsdóttir okkar kemur bara vel til, hef bara góða trú á henni. Árás okkar kom inn um síðustu helgi og kemur bara spræk eftir jólafríið í Kjósinni, hún er nú allveg sérstök þessi hryssa, hræðist ekki nokkurn skapaðan hlut og er svo fylgin sér, held bara að ég hafi aldrei átt eins faxprútt hross og hana, eignlega til travala.
Sprunga kerling sem kom inn núna í byrjun jan eftir tveggja og hálfsárs hlé slær ekkert af, held satt að segja að hún sé að reyna að vinna upp tapaðan tíma í hreyfingu hún er svo viljug og spræk þessi elska.
Núna í janúar voru Birta gamla og Sparta inni í nokkra daga hjá okkur, þær millilentu hjá okkur því þær voru að flytja á milli fóðurstaða, hafa verið á Hæl í Flókadal en eru nú komnar að Syðsta-Ósi. Gaman að hafa þessar gömlur inni sem greinilega höfðu engu gleymt um hvaða kröfur þær gerðu til okkar um matmálstíma og þessháttar, yndilsegar báðar tvær.
Í dag eftir hádegi eyddum við deginum í hesthúsinu, Særós og Hafþór hreyfðu 4 hross og skiptu faxi á nokkrum, ég dundaði mér við að raka 3 hross undir kvið og faxi og svo réðist ég til atlögu á folöldin 3 sem er á húsi hjá okkur og rakaði þau að mestu, skyldi eftir smá órakað á bakinu og lendinni á þeim, hlífir þeim aðeins við regni finnst mér. Ég var bara ánægð með þau í rakstrinum stillt og góð.
Nú styttist óðum í að við Sprettarar förum að geta notað nýju og flottu reiðhöllina okkar, verður gaman að geta nýtt sér þessa flottu aðstöðu sem höllin hefur uppá að bjóða.
Voðalega flýgur tíminn..... Janúar senn á enda og áður en við vitum af verður komið vor. Enda erum við byrjuð að huga að sleppiferðinni, já svo verður víst Landsmót í sumar og auðvitað erum við búin að festa kaup á miðum. Svo erum við nú ekki vön að slá slöku við á sumrin og eigum pottþétt eftir að finna okkur eh skemmtilegt að gera í "dauða" tímanum sem maður veður í á sumrin ;-)
Síðustu dagar hafa verið eins og venja er hjá okkur, Biggi reyndar fór á sjóinn þann 13.jan. Við höfum sumsé bara verið þrjú á heimilinu sl daga en höfum haft það gott.
Krakkarnir eru rosalega dugleg við að koma í hesthúsið og ríða út og hjálpa til við það sem þarf þar. Særós er með hest sem heitir Gustur og er frá Neðri Svertingsstöðum í Miðfirði, Hafþór fer mest á hana Ljósku okkar hún er frá Syðsta-Ósi í Miðfirði, gaman líka að þessi hross eru skyld en Gustur er undan Blossa frá Syðsta-Ósi sem var sammæðra henni Ljósku okkar. Særós keppti aðeins á Gusti sl vor og Hafþór á Ljósku og gekk þeim báðum vel á þessum hrossum. Ljósku var haldið undir Arð frá Brautarholti og var með staðfest fyl sem því miður hefur svo týnst....
Skykkja Birtu/Glymsdóttir okkar kemur bara vel til, hef bara góða trú á henni. Árás okkar kom inn um síðustu helgi og kemur bara spræk eftir jólafríið í Kjósinni, hún er nú allveg sérstök þessi hryssa, hræðist ekki nokkurn skapaðan hlut og er svo fylgin sér, held bara að ég hafi aldrei átt eins faxprútt hross og hana, eignlega til travala.
Sprunga kerling sem kom inn núna í byrjun jan eftir tveggja og hálfsárs hlé slær ekkert af, held satt að segja að hún sé að reyna að vinna upp tapaðan tíma í hreyfingu hún er svo viljug og spræk þessi elska.
Núna í janúar voru Birta gamla og Sparta inni í nokkra daga hjá okkur, þær millilentu hjá okkur því þær voru að flytja á milli fóðurstaða, hafa verið á Hæl í Flókadal en eru nú komnar að Syðsta-Ósi. Gaman að hafa þessar gömlur inni sem greinilega höfðu engu gleymt um hvaða kröfur þær gerðu til okkar um matmálstíma og þessháttar, yndilsegar báðar tvær.
Í dag eftir hádegi eyddum við deginum í hesthúsinu, Særós og Hafþór hreyfðu 4 hross og skiptu faxi á nokkrum, ég dundaði mér við að raka 3 hross undir kvið og faxi og svo réðist ég til atlögu á folöldin 3 sem er á húsi hjá okkur og rakaði þau að mestu, skyldi eftir smá órakað á bakinu og lendinni á þeim, hlífir þeim aðeins við regni finnst mér. Ég var bara ánægð með þau í rakstrinum stillt og góð.
Nú styttist óðum í að við Sprettarar förum að geta notað nýju og flottu reiðhöllina okkar, verður gaman að geta nýtt sér þessa flottu aðstöðu sem höllin hefur uppá að bjóða.
8.jan
Mikið er nú gaman að vera komin með reiðhrossin okkar inn. Hrossin eru frísk og skemmtileg. Biggi er búinn að fara eina bunu á "prinsesssunni" en það er hún Ljóska okkar sem gengur undi þessu viðurnefni og stendur undir því, leirljós og sæt, viljug, skemmtileg, vel geng og barasta soldi myndarleg... hvað er betra? Þeir sem þekkja mig (Lilju) vita vel að ég er ægilega svög fyrir leirljósa litnum enda hefur sá hrossalitur fylgt mér frá blautu barnsbeini. Í dag erum við svo heppin að eiga fjórar leirljósar hryssur í hópnum okkar svo á mamma einn leirljósann fola. En já hvað um það leirljóst er ægilega fallegt og allt það ;-)
Gaur hans Bigga verður sennilega minn aðalreiðhestur og verkefni í vetur, hlakka til að eiga við hann meira folinn sá arna er undan Grádögg hans Bigga (eltúttos) og Tind frá Varmalæk, skemmtilegur foli með skemmtilegar hreyfingar. Særós Ásta ætlar að sjá um hann Gust frá N- Svertingsstöðum en hann er í eigu vinar okkar, ungur hestur sem á framtíðina fyrir sér. Hafþór Hreiðar fær nú eh að stökkva á bak henni Ljósku "minni" (ef það liggur vel á mér) en svo fær hann nú lika jafnvel aðeins að fara á bak henni Sprungu okkar. Sprunga kom einmitt inn í dag eftir rúmlega 2ja ára hlé, hún er búin að eiga tvö folöld og nú ætlum við aðeins að rifja upp gamla takta. Gaman að fá hana inn aftur.
Eyddum stórum hluta af deginum með þeim Sigurþór og Sibbu á Meðalfelli í allskyns hrossaragi, alltaf gaman að koma að Meðalfelli og ekki er nú leiðinlegt að ragast soldið í hrossum, skoða það sem er ungt og efnilegt og heilsa uppá gömlu góðu merarnar.
Mikið er nú gaman að vera komin með reiðhrossin okkar inn. Hrossin eru frísk og skemmtileg. Biggi er búinn að fara eina bunu á "prinsesssunni" en það er hún Ljóska okkar sem gengur undi þessu viðurnefni og stendur undir því, leirljós og sæt, viljug, skemmtileg, vel geng og barasta soldi myndarleg... hvað er betra? Þeir sem þekkja mig (Lilju) vita vel að ég er ægilega svög fyrir leirljósa litnum enda hefur sá hrossalitur fylgt mér frá blautu barnsbeini. Í dag erum við svo heppin að eiga fjórar leirljósar hryssur í hópnum okkar svo á mamma einn leirljósann fola. En já hvað um það leirljóst er ægilega fallegt og allt það ;-)
Gaur hans Bigga verður sennilega minn aðalreiðhestur og verkefni í vetur, hlakka til að eiga við hann meira folinn sá arna er undan Grádögg hans Bigga (eltúttos) og Tind frá Varmalæk, skemmtilegur foli með skemmtilegar hreyfingar. Særós Ásta ætlar að sjá um hann Gust frá N- Svertingsstöðum en hann er í eigu vinar okkar, ungur hestur sem á framtíðina fyrir sér. Hafþór Hreiðar fær nú eh að stökkva á bak henni Ljósku "minni" (ef það liggur vel á mér) en svo fær hann nú lika jafnvel aðeins að fara á bak henni Sprungu okkar. Sprunga kom einmitt inn í dag eftir rúmlega 2ja ára hlé, hún er búin að eiga tvö folöld og nú ætlum við aðeins að rifja upp gamla takta. Gaman að fá hana inn aftur.
Eyddum stórum hluta af deginum með þeim Sigurþór og Sibbu á Meðalfelli í allskyns hrossaragi, alltaf gaman að koma að Meðalfelli og ekki er nú leiðinlegt að ragast soldið í hrossum, skoða það sem er ungt og efnilegt og heilsa uppá gömlu góðu merarnar.
5.jan 2014
Við fjölskyldan eyddum lunganu af deginum í hesthúsinu, Geiri vinur okkar kom og járnaði 4 hross, Sjón hennar Siggu, Skykkju okkar sem er undan Glym Skeljabrekku og Birtu okkar, svo var Rosti hennar Jennyar "okkar" járnaður og loks hann Glámur en það er ótaminn foli undan Glampa Vatnsleysu og Kæti frá Skollagróf, Snorri og Bryndís vinir okkar eiga þann klár. Við stóðumst auðvitað ekki mátið og skelltum okkur eina bunu, Biggi fór á Sjón gömlu og Hafþór Hreiðar fékk þann heiður að fara á hana Skykkju en hún hefur ekki verið hreyfð sl 14.mánuði, hún kippti sér nú ekki upp við að vera komin undir hnakkinn aftur, skokkaði hringinn bara eins og hún hefði síðast farið í gær. Mikið svakalega er mikil hálka á reiðstígunum, jesús góður hvað ég var fegin að komast heim í hesthús aftur því í reiðtúrnum fann ég að hesturinn sem ég var á var eh "illa negldur" skautaði og rann til í hverju spori enda kom í ljós að karbíturinn úr sköflunum að aftan er farinn úr. 4. jan 2014. Velkomin á heimasíðuna okkar. Er ekki tilvalið að byrja nýtt ár með nýrri síðu? Sum ykkar kannast nú kannski við síðu sem við héldum úti áður en hættum að nota..... nú erum við komin aftur á stjá og látum ekki deigan síga. Hér inni ætlum við að setja inn stöku fréttir af dagsins önnum okkar sem eru jú ýmiskonar. Vonum að þið hafið gaman af. Góðar stundir. |